Sturla Kristjánsson, sálfræðingur M.Ed., er stofnandi og eigandi LES.IS.
Sturla er kennari með löggildingu sem sálfræðingur á Íslandi og í Danmörku. Hann starfaði um árabil sem Davis® ráðgjafi (Davis® Facilitator).
Einnig hefur hann alþjóðleg réttindi til að stunda dáleiðslu og dáleiðslumeðferð.
Sturla hefur áratuga reynslu af uppeldis- og skólamálum sem kennari, námsráðgjafi,sálfræðingur, forvarnafulltrúi, skólastjóri og fræðslustjóri.
Sturla leitar nýrra leiða við greiningar og meðferð sértækra námsörðugleika. Þjónustan beinist að jákvæðum, sterkum þáttum og styrkingu sjálfsmyndar.
Sturla hefur stundað öflugt sjálfsnám um árabil og einbeitt sér að málefnum bráðgerra barna, barna með athyglisbrest/ athyglisbrest með ofvirkni, (ADD/ADHD), og lesblindra.
Hann hefur sótt í smiðju þeirra, sem telja að sértæk vandamál í skóla megi helst rekja til einhæfra aðferða sem ekki taka nægilegt tillit til mismunandi þarfa nemenda og námsstíls.